LÍFSFERILL
 

Héraðsbúi, ein af frumbýlingum Egilsstaða. Elst fjögurra systra, vann við ýmis þjónustu- og iðnaðarstörf frá 12 ára aldri með námi.

Eftir starfsmenntun sem sálfræðingur (B.A. frá H.Í. og M.Sc. frá Gautaborgarháskóla) hef ég unnið meðferðarvinnu sem sálfræðingur og við kennslu. Ég tók líka uppeldisfræði til kennsluréttinda við Háskóla Íslands.

Í ríflega áratug hef ég svo verið í stjórnmálum, m.a. sem sveitarstjóri í Öxarfirði, setið í fjölda nefnda, ráða og stjórna og flutt þingsályktunartillögu um úrbætur í vegamálum fyrir Norður-Þingeyinga, sem varaþingmaður á Alþingi.

Útskrifuð frá Myndlistaskólanum á Akureyri af fagurlistabraut 2002.    

Nánar til tekið:

 

-Yst  fagurlistaverkakona úr Myndak 2002

-bráðlát og blind á vinstra auga

-einlæg 3ja barna móðir

-sálfræðingur

-skaust inn á Alþing og jafnharðan út þaðan aftur

-söngelsk læknisfrú af austfirskum ættum

-alvörugefin og ábyrgðarfull

-sveitastjóri í Öxarfirði í áratug

-heimspekilega sinnuð

-framhaldsskóla- kennaramenntuð

- jazzgeggjari af Guðs náð

-náttúruunnandi

-innhverf íhugun frá tvítugu

-stefni gallhart að auknum þroska; slagkrafti og kærleik