0) $newPics = mysql_query("SELECT * from ystPics WHERE DATE_SUB(CURDATE(), INTERVAL $timeLimitRow[2] DAY) <= ystPics.p_dateinsert ORDER BY p_dateinsert DESC LIMIT 5 "); else $newPics = mysql_query("SELECT * from ystPics ORDER BY p_dateinsert DESC LIMIT 5 "); if(mysql_num_rows($newPics) > 0) { // list most recent work echo("

$text

"); $newPicsRow = mysql_fetch_array($newPics, MYSQL_NUM); while($newPicsRow) { echo("$newPicsRow[8] - $newPicsRow[1]
"); $newPicsRow = mysql_fetch_array($newPics, MYSQL_NUM); } } } ?> Ingunn St. Svavarsdóttir : YST

English
Íslenska


Yst
listakona; ein.
Blind  á öðru auga.
Nýtur þess að syngja í kór,
að dansa og að ganga um í víðáttunni.
Heyra hljóð náttúrunnar, finna ilm af nýju laufi,
að skoða, - bragða nýju berin, - að varpa öndinni léttar.
Finna veðrið bíta á kinn, - að hlusta, -að bíða,  - að skapa e-ð nýtt.

Stjórnmál, metorð;  sveitarstjóri,  stjórn landshlutasamtaka.  Seta á Alþingi  ... en aðeins í
örskamma stund. Heilsugæslusálfræðingur, vinna með alla aldursfokka, frá fósturstigi
til grafar. Kennari, barnasálfræðingur, vinna með unglinga og fjölskyldur,
 skóla, stofnanir, fullorðna. Vel gift, þriggja barna móðir. Nám og
störf ásamt barnauppeldi. Uppreisnargjörn.  Á þrjár yngri
systur.  Vinnur, lærir, er með uppsteyt, lærir, ferðast,
Tekst á við hlutina, samviskusöm, feimin.
Nýtur þess að syngja og dansa
Blind á vinstra auga.
Einmana barn
Ingunn

 

Algengasta viðfangsefnið í verkum Ystar er mannlegar tilfinningar í öllum sínum fjölbreytileika, sorgir og langanir, breyskleiki og fegurð. Verkin eru yfirleitt abstakt en þó með vissum tengslum við náttúruna. Innsetningar, málverk, teikningar og skúlptúrar, bæði innandyra og utanhúss. Í sumum verkunum eru algengir hlutir settir í nýtt samhengi. Síðast en ekki síst þá byggjast sum verkin á hennar eigin texta; örsögum, ljóðum, orðtökum ... bendingum og ádeilu.

Ferlið í vinnslu listaverka Ystar hefst venjulega á óljósri hugmynd, sem síðan þróast yfir í sterka tilfinningu, er verður skýrari eftir því sem verkið þróast. Oft byrjar hún á því, að teikna skyssur í afslöppuðu hugarástandi. Stundum skrifar hún niður orð og setningar og ákveður þá jafnframt, hvort um verði að ræða málverk, skúlptúr eða eitthvað annað. Yst málar með mismunandi gerðum lita; olíu, akrýl eða vatnsakrýl og algengustu efnin í skúlptúrunum eru málmar og tré, stundum ásamt með léttu gegnsæju efni.
 Um þessar mundir snýst áhugi hennar um dempaða liti og fínlegar litasamsetningar ásamt notkun geometrískra forma. Helene Schjerfbeck, Munch og Yoko Ono hafa lengst af verið leiðarstjörnurnar, en nú bætast æ fleiri í hópinn eins og t.d. Bauhaus-meistararnir.

“Á áttundu til tólftu öld notuðu norrænir víkingar kristalla, eða leiðarsteina, til að sigla um úthöfin þegar sólar naut ekki við, þar sem þeir þekktu ekki áttavita. Héldu þeir þá íslensku silfurbergi upp í birtuna og sáu í kristalnum gulan bjarma af sól, þótt alskýjað væri”.
-Eric G. Wilson

Sagt hefur verið að Yst hafi tekið í arf þennan eiginleika forfeðranna að “fanga birtuna” í verkum sínum og er það megineinkenni þeirra ásamt leikandi línunni. Ennfremur virðast verkin einkennast af “léttleika loftsins” og einhvers konar frelsi. Súrrealismi og sexúalismi ásamt með ádeilu eiga líka sinn sess í verkum hennar. Þau innihalda vatn, himin og loft í öllum sínum fjölbreytileik og blöndu af veðri, vindum og sól.

Verk Ystar byggjast að öðru leyti á bakgrunni hennar, sterkum frumstæðum hvötum, hvað varðar tilgang lífsins, trú og ósk um frið meðal manna.
Verkunum má skipta í eftirfarandi flokka: útiverk, trúarleg verk og feministísk verk, verk tengd tilfinningalegri úrvinnslu, verk gerð  i flæði hugans og verk sem endurspegla þjóðfélagið. Flest þeirra eru upphaflega sprottin af einhvers konar sköpunarþörf, fremur en að hugmyndin sé fyrirfram ákveðin. Næstum öll tengjast einhvers konar sjálfskönnun og fáein verk má telja lýsandi eða segi sögu.

Yst hefur sterka tilfinningu fyrir,  hvað felist í verkum hennar, eða hvað þau tjái og leitast við að endurspegla það í heitum þeirra. Þannig reynir hún að leiða áhorfandann nær merkingu sinni og eigin tilfinningum gagnvart verkinu.  Henni þykir það hins vegar alls ekki síðra, ef áhorfandinn kemur með gerólíka túlkun; frekar að slíkt séu meðmæli með verki, að það geti vakið upp  mismunandi og ólíkar  hugsanir og tilfinningar.  

Það er skoðun Ystar að listakonur/menn gegni mjög mikilvægu hlutverki i nútíma þjóðfélagi, ekki síst þar eð þær/þeir eru verkakonur og verkamenn tilifinninganna. Þetta eru oft á tíðum næmar, opnar og skapandi manneskjur og samvinna þeirra við fólk úr öðrum greinum þjóðfélagsins hljóti, að auka sköpunarmátt og stuðla að lausnum, sem horfi til framfara á öllum sviðum þjóðlífsins. Yst ber þá von í brjósti, að verk hennar geti orðið til þess, að áhorfendur komist ögn nær eigin tilfinningum og með því stuðlað að aukinni þekkingu einstaklingsins á sjálfum sér og jafnvel öðru fólki líka.

Sýning er fyrir Yst nokkurs konar uppskeruhátíð;  tími til að staldra við,  athuga hvar hún sem listakona stendur og spyrja sig, hvert skuli halda í framhaldinu. Sýningargestir hafa möguleika á hinu sama, þó á eigin forsendum sé.

Ritað snemmsumars 2007
Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og listakonan Yst uppgötvað, að hún var ekki bara blind á öðru auganu, heldur báðum ...

Ingunn Stefánía Svavarsdóttir - yst@yst.is

Sýning er fyrir mér eins konar aðalfundur þar sem ársuppgjör á sér stað og stöðumat fer fram... og fólki gefst kostur á að taka þátt í uppgjörinu. Ég set mér það markmið að halda sýningu á verkum mínum í Bragganum árlega fyrstu tvær vikurnar í júlí ... hvort það tekst verður bara að koma í ljós!

Yst er skammstöfun á nafninu mínu Ingunn Stefánía, en ég tók Yst upp sem listamannsnafn stax á síðustu öld. Ing(unn) er dregið af nafninu Yngvi, sem merkir konungur og Ingunn er því sú sem konungurinn unnir og St. sendur fyrir Stefánía. Ennfremur vísast til staðsetningarinnar hér í Bragganum við ysta haf.

Manneskjan í sínum margbreytileika er oftast viðfangsefni mitt, sorgir hennar og þrár, breyskleiki og einlæg fegurð. Ég vinn fígúratív verk með abstrakt ívafi í formi innsetninga, málverka, teikninga og skúlptúra, innanhúss sem og útiverk. Einnig vinn ég verk með texta, örsögur, ljóð og hendingar... bendingar og ádeilur. Ég nota líka tilbúna hluti sem ég set í nýtt samhengi.

Yst 2000

Yst
Artist; alone.
Blind  in one eye.
Loves to sing in a choir;
to dance and walk in the wilderness.
Listen to the nature and smell the new leaves.
To see, - to taste the new berries, - to feel, - to wait
To sense the weather on her face¸ - to listen; - to sigh, - to create.

Politics, carrier-seeker. Head of the community… the county.  Sits in Parliament,
…  but only for a short while. Healthcare Psychologist, works with all ages
from fetus to old age. Teacher, child psychologist, works with
teenagers and families, with schools, organizations, adults.
Happily married, mother of three.  Studying mother,
working mother. Has three younger sisters
Rebels, works, rebels, studies, travels
Takes on challenges, dutiful, shy
Loves music and to dance
Blind on left eye
Lonely child
Ingunn

 

The most common subjects in Yst´s artworks  are human feelings in all their variability and multitude, sorrows and longings, fallibility and serene beauty. The works are mostly abstract with some connection to nature: installations, paintings, drawings and sculptures, indoor as well as outdoor. In some works, readymade objects are put in a new context. Last but not least, some works build on her own texts; ultra-short stories, poems, phrases, …propositions and satire.

The process of Yst´s artwork usually starts with a vague idea that emerges into a strong feeling, which gets clearer as the work proceeds. Often she starts with sketches which she draws in a relaxed state of mind. Sometimes she writes down words and phrases and simultaneously decides whether this is going to be a painting, sculpture or something else.  Yst paints with different kinds of colours, oil, acrylics or aquacrylics and mostly uses metal or wood for her sculptures, together with light transparent fabric at times. Discrete colours and colour-combinations are for the time being of a central interest to her as well as the use of geometrical forms. Helene Schjerfbeck, Munch and Yoko Ono have been her leading stars most of the time, but now there are many more artists, like e.g. the Bauhaus- Masters.

“The Viking explorers of the eighth through to the twelfth centuries used crystals, ´sun stones´ to navigate seas of low visibility without the aid of magnetic compass. Holding an Icelandic spar toward the foggy horizon, these seafarers could catch in its lens a yellow gleam otherwise invisible”.
-Eric G Wilson

It has been said that Yst has inherited the same sensibility as her Viking ancestors, i.e. the ability to ´capture light´.  This is one of the most noticeable aspects of her works together with her playful line. Furthermore Yst´s works appear to be filled with a lightness of air and contained within them is a sense of freedom. Surrealism and sexuality together with irony are also parts of her works. They have water, sky and air in all its unfathomable variations and combinations of weather, wind and sun.

Yst´s works build on her background as well as strong primitive feelings for the purpose of life, her Christian religion and pacifism.
The themes of her works mostly fall into the following five categories: outdoor works, religious works and feministic works, emotionally freeing works, works that flow and lastly works which mirror society. Most of them reflect more a kind of an autonomous, creative drive rather than being directly intentional from the beginning. Almost all imply some kind of a personal exploration, and a few can be said to be narrative or descriptive.

 Yst has strong feelings about the meanings of her works and usually tries to reflect this in each works title, thus leading the viewer closer to her intentions and her feelings towards the work. She has however no problem with the viewer coming up with a totally different interpretation, feeling that it is an asset for the work in question, if it can evoke different thoughts or emotions.

Artists play a vital role in today´s society to Yst´s opinion, perhaps because they are the workers of feelings. Usually artists are sensitive, open and creative persons and their cooperation with people from other fields is therefore bound to increase creativity and facilitate findings of progressive solutions in all different areas of life. As a by-product Yst hopes that her works of art can bring  her audience a bit closer to their own feelings and thus make understanding of them-selves and perhaps others a little bit easier.

Art-exhibition is a kind of a harvest for Yst. Then she stops and takes a look at where she is and asks her-self where she is  heading. Guests and visitors have the same opportunity and to participate in their own prerequisites.  

Written during early summer 2007

Since then, much water has run to the sea and the artist Yst has realised, that she has not only been blind in one eye, but in both of them …

Ingunn Stefánía Svavarsdóttir - yst@yst.is

 

An exhibition is to me a kind of an annual meeting, where I stop and look at where I am and what I have accomplished … and other people have the opportunity to participate. I am planning to have an exhibition in “Bragginn” every year, always during the first two weeks of July… and hopefully I will succeed in that!

Yst is an abbreviation for my two given names, Ingunn Stefánía. It is my artist name and my signature, which I adopted already at the end of the last century. Ing(unn) originates from the name Yngvi, which means king and Ingunn then means the one that the king loves. St. stands for Stefánía. Furthermore I am relating to the placement of Bragginn far out by the Arctic Ocean, and the Icelandic word for far out is “yst”.

The most common subject in my artwork is the human being in all its variability and multitude, sorrows and longings, fallibility and serene beauty. My work is mostly figurative with an abstract blend; installations, paintings, drawings and sculptures, indoor as well as outdoor. I even use readymade things that I put in a new context. I also do work with texts; ultra-short stories, modern poems, phrases…propositions and satire.

Yst 2000

       
2007 YST. Allur réttur áskilinn. Copyright YST 2007. All rights reserved.