English
Íslenska
Untitled Document
Koll af kolli


YST | 2007-09-16
Untitled Document
SPOR


?akklát meðbyrnum,
sem gefur mér kjark og þor,til að takast á við ný verkefni og ögrun ...
en ... líka mótbyrnum,
sem dýpkar tilfinninguna ...
og skerpir,
fær mig til að vera auðmjúk.
YST | 2006-09-14
Untitled Document
Braggasýning 2006


Sýningin hefst laugardaginn 1.júlí og stendur í tvær vikur, til 15. júlí. Opnunartími er frá kl. 11 til 18 alla dagana.
Verkin á sýningunni eru innsetningar, skúlptúrar og málverk.
YST | 2006-06-19
Untitled Document
GRUFL


Hvað er manneskjan?

Er hún fullkomlega mælanleg út frá meðaltölum?

Er hún upphafin og í raun
fyrst og fremst sjálfmiðuð?

Eða er hún meiri meðmanneskja en nokkuð annað?

Er hún kannski eittvað meira en tilvera hennar sjálfrar?

Er sannleikurinn dóttir tímans líkt og barnið foreldri hins fullorðna manns?

Ef við hættum að grufla í sjálfum okkur
eigum við þá á hættu
að hætta að vera manneskjuleg?

Yst 2006
YST | 2006-01-24
Untitled Document
Aðventa


...
YST | 2005-11-19
Untitled Document
O


SETTU S?REFNISGRÍMUNA FYRST Á ?IG ...
... er ekki allt í lagi heima hjá mönnum, sem semja svona tilmæli?

Vita þeir ekki af öllu fólkinu, sem þarf á hjálp að halda!

Hún varð að losa sig og þjóta.

"?g skal útvega þér prívat og persónulegan rétt, til að virða þínar einka- þarfir í verki, ... svo þér geti farið að þykja svolítið vænt um sjálfa þig, ... þína agnarlitlu sjálfsímynd, sem er þarna einhvers staðar, ... djúpt inni og hefur ekkert verið sinnt, ... í áratugi " ... hafði hann sagt og litið ástúðlega á hana.

Nei, hún ætlaði sko ekki að lát´ann kúga sig. Skellti þess í stað upp sinni eigin gamalkunnu hressleika-grímu og nú var hún sko í essinu sínu.

?arna var eldri kona sem stóð á öndinni. Hún aðstoðaði hana í hvelli og síðan hvern af öðrum.
Verst, hvað hún var sjálf orðin andstutt ... Hún hlyti að geta náð að hjálpa fleirum, ... þyrfti ekkert að vera svo lengi að því!

Já, hún átti sko meira en nóg, með alla vinina og vinnuna, ... og fjölskylduna, ... þó hún færi nú ekki að bæta "þessu" við ... eilífar kröfur!

Hann hafði spurt hana, hvort hún gæti ekki látið hina bíða ... og verið aðeins með sér ... hann langaði svo ... að leyfa henni að finna ...

"Ertekki með öllum mjalla!" hrópaði hún ... "Heldurðu virkilega að ég fari að svíkja fólk. Nei nú VERÐ ég að rjúka"

Hún dró djúpt að sér andann, ætli ég sé að fá astma eða eitthvað ... hugsaði hún, ... nei, það getur ekki verið, ... það er bara svo lítið LOFT hérna!

Hún þeyttist um frá einum til annars, rétti fram hjálparhönd ... hægri ... vinstri ... og hugsaði með sjálfri sér:
?Hann, þetta FÍFL, fattar´ann ekki,... að ég N?RIST á þeim! ?g get alltaf hitt einhvern, sem þarf nauðsynlega á M?R að halda og með því sniðgengið þessa fyrirlitlegu sjálfsímynd, sem ég vil ekkert af vita... og er ... hvort eð er ... löngu búin að jarða!?

Nei, hún hafði sko ALLS ENGA ??RF fyrir eitthvert prívat kjaftæði! Hún sem var í svo góðum gír og tengslum við allt og alla ... algjör orkubolti og alltaf " Í BANDI"

VOFF, VOFF ! Svona, greyið! ... Komdu hérna!
IRRRRRRRRRRRRRdann! BÍÍÍttttt´ann!!!

Yst 2005


YST | 2005-11-16
Untitled Document
MEÐGANGA


Gengurðu með óvin innra með þér,

harðstjóra, sem dæmir þig úr leik, trekk í trekk?

?taf með dómarann ... ... ... ?taf með dómarann!

Hleyptu heldur inn henni Ljúfulund,

sem sanngjörn tekur upp fund í hverju máli.

Hún er ekki úr stáli.

(Ingunn St. Svavarsdóttir - Yst 2oo5)
YST | 2005-10-31

 
       
2007 YST. Allur réttur áskilinn.