English
Íslenska
Elst fjögurra systra frá Egilsstöðum, fædd 23. janúar 1951.
Þjónustu- og iðnaðarstörf frá 12 ára aldri og síðar kennsla og uppeldisstörf með náminu.

Menntun

- University of Newcastle upon Tyne, U.K. Master of Fine Art. Tveggja ára heilsárs meistara-nám í fagurlist  2006-2008.
- Fjöldi námskeiða af veraldlegum, sálfræðilegum og listrænum toga.
- Myndlistarskólinn á Akureyri. Fornám, málun og lokapróf úr fagurlistadeild 1998-2002.
- Håkon Öen. Fjölskyldumeðferðarnám 1985-1988.
- Esra S. Pétursson. Sálkönnun 1981-1984.
- Göteborgs Universitet Sverige. M.Sc. í sálarfræði 1981.
- Háskóli Íslands. Heimspekileg forspjallsvísindi og sænska 1978.
- Háskóli Íslands. B.A. í sálarfræði og uppeldis- og kennslufræði til kennsluréttinda 1977.
- Roosvelt University, Chicago, USA. Computer Science 1972.
- MA-stúdent af náttúrufræðibraut 1971.Störf

- Félagi í SÍM.

- Starfaði sem sálfræðingur við Dagvist barna í Reykjavík í fjögur ár, önnur fjögur sem fyrsti heilsugæslusálfræðingur landsins, hér í Norður-Þingeyjarsýslu.

- Sveitarstjóri í Öxarfirði í áratug og sat í hreppsnefnd þrjú kjörtímabil.

- Þátttaka í stjórnum og nefndum af ýmsu tagi, bæði heima í héraði, í landshlutanum og á landsvísu.

- Varaþingmaður eitt kjörtímabil með örsetu á þingi, flutti þingsályktunartillögu um úrbætur í vegamálum og sótti FAO ráðstefnu til Hollands um "Konur í dreifbýli" fyrir Íslands hönd.

- Frábitin flokkspólitík, óflokksbundin en fylgist með þjóðmálum og heimsmálum eins og fugl á flugi. Steypi mér niður í frjálsu falli, þegar svo ber undir og segi mína skoðun "í verki".


Gift Sigurði Halldórssyni, lækni og saman eigum við þrjú uppkomin börn; Kristbjörgu lækni, áhugaljósmyndara og heimshornaflakkara, Kristveigu söngkonu og skipulagsverkfræðing og Halldór Svavar bráðum sjúkraþjálfara og íþróttamann. Hann er trúlofaður Eddu Hermannsdóttur, bankastarfsmanni og nema.

 
       
2007 YST. Allur réttur áskilinn.